Persónan

 

  Námsárin  Rannsóknarferđir

heim

persónan

rannsóknir

hugsjónir

ritverk

krćkjur

Ćskuumhverfi

Höf.: Haraldur Bessason

Vilhjálmur Stefánsson var fćddur ađ Hulduárhvammi í Nýja Íslandi í Kanada 3. nóvember  áriđ 1879. Sá bćr er spölkorn í vestur frá ţorpinu Árnesi í Nýja Íslandi í Manitóba og nefnir eldra fólk byggđina ţar umhverfis enn ţann dag í dag Árnesbyggđ. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson, fćddur í Tungu á Svalbarđsströnd viđ Eyjafjörđ og um skeiđ bóndi á Neđri Dálksstöđum, sem eru skammt frá Tungu, og á Kroppi í Eyjafjarđarsveit, og kona hans Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Hofstađaseli í Viđvíkursveit í Skagafirđi. Ţau Jóhann og Ingibjörg fluttust frá Kroppi í Eyjafirđi vestur um haf til Nýja Íslands áriđ 1876 og urđu ári síđar međal fyrstu landnema í Árnesbyggđ. Áriđ 1880 ákváđu ţau hjón ađ flytjast frá Nýja Íslandi til Norđur-Dakóta í Bandaríkjunum og létu son sinn  ţá um haustiđ hafa samflot međ öđrum suđurförum og ráku ţeir gripahjörđ á undan sér alla leiđ frá Nýja Íslandi suđur til Mountain í Norđur-Dakóta. 

 

../Images/parents.jpg)

Foreldrar Vilhjálms: Jóhann Stefánsson
og Ingibjörg Jóhannesdóttir.

Vilhjálmur ásamt Rósu, yngri systur sinni.

 

Voriđ eftir, 1881, fluttist fjölskyldan öll til Norđur-Dakóta, nam land um tvo kílómetra suđvestur af  bćnum Mountain, og nefndi Jóhann jörđ sína Tungu eftir fćđingarstađ sínum á Íslandi. Af sjö börnum ţeirra Jóhanns og Ingibjargar dóu ţrjú í ćsku, eitt á Íslandi og tvö í Nýja Íslandi, en frumbýliđ á ţeim slóđum var ólýsanleg hörmungatíđ.

Af framansögđu má ráđa ađ Vilhjálmur Stefánsson var á öđru ári ţegar fjölskyldan fluttist frá Kanada til Bandaríkjanna. Hann var ţví í rauninni Bandaríkjamađur nćr alla ćvi ţó ađ hann afsalađi sér ekki kanadískum ţegnrétti og rćtur hans lćgju til Íslands. Í íslensku byggđinni viđ Mountain ólst Vilhjálmur síđan upp fram undir tvítugt og hefur hann stađhćft ađ ćskuumhverfiđ hafi mótađ sig međ ýmsum hćtti, eins og nú skal nánar frá sagt. Í bók sinni “Hunters of the Great North” frá 1922 sem til er í íslenskri ţýđingu Ársćls Árnasonar er sérstakur kafli sem nefnist “Undirbúningur undir lífsstarf sem landkönnuđur”, en ţar segir Vilhjálmur svo frá sjálfum sér fyrsta áratuginn eftir ađ fjölskylda hans settist ađ í Norđur-Dakóta:

“Uppvaxtarár mín, hin nćstu tíu, voru á bćndabýli í Norđur-Dakóta og varđ ég á veturna ađ labba 4-5 km. í sveitaskólann, sem á ţeim tímum stóđ ađeins stuttan tíma ársins. En ađrir skólar voru til, í ýmsar áttir frá bćnum okkar, og stundum tókst mér ţađ, ţegar einn skólinn hćtti, ađ komast ađ nokkrar vikur í öđrum skóla, ţegar ţađ féll ekki á sama tíma ađ kennslu vćri haldiđ uppi í ţeim.

Eftir ađ fađir minn dó var jörđin seld og ég varđ nú kúreki (cowboy) nćstu fjögur árin, úti í óbyggđunum (wild land), en svo nefndum viđ preríur ţćr, sem ekki var fariđ ađ taka til rćktunar. Nćstu nágrannar okkar voru 20-25 km. í burtu í ýmsar áttir frá norđaustri til suđausturs, en hve langt var til nćsta nágranna í vestri vissi ég aldrei; ţađ gat hafa veriđ 200 - 300 km. (...) víđáttumiklu slétturnar voru fyrir mér hiđ fyrirheitna land ćvintýranna.” Og enn segir hann: “Fyrsta framaţrá mín ţađ ég bezt get munađ, var ađ líkjast Buffalo Bill og drepa Indíána. Ţađ var međan ég var drengur heima í föđurgarđi.Á ćskuárum sínum á Mountain vann hann algeng sveitastörf og gerđist međal annars kúreki í orđsins fyllstu merkingu og var ţá ađstođarmađur Jóa bróđur síns, en sá varđ allfrćgur í sinni grein og jafnan nefndur á ensku “Buffalo Joe”. Ráku ţeir brćđur naut bćnda um eyđisléttur um ţađ bil 80 kílómetra suđvestur frá Mountain.

../Images/cowboy.jpg

Jóhann bróđir Vilhjálms 
í kúrekafötum.

"Ţegar ég varđ kúreki og fór ađ stćla Buffalo Bill í klćđaburđi, stakk skammbyssunni í beltiđ á hverjum morgni, rétt eins og hún tilheyrđi hinum nauđsynlega fatnađi mínum, breyttist ţetta hjá mér og nú varđ Róbinson Krúsoe fyrirmyndin. Ţetta hefir ekki horfiđ hjá mér síđan. Ţegar ég tuttugu árum síđar fann áđur óţekkt lönd og steig fćti mínum á eyjar, sem mannsfóturinn hafđi aldrei stigiđ á áđur, fann ég til hinnar sömu barnslegu gleđi og á drengjaárunum, er mig dreymdi um ţađ ađ ég flyti á skipsflaki ađ landi á minni eigin eyju eđa heimsćkti Róbinson Krúsoe á sinni eyju".

Í sjálfćvisögu sinni farast Vilhjálmi svo orđ um móđur sína, Ingibjörgu Jóhannesdóttur: “Hún átti sér tvo drauma, sem allt annađ varđ ađ víkja fyrir - koma allri fjölskyldu sinni í himnaríki, og gera mig ađ minnsta kosti ađ presti áđur en viđ héldum ţangađ". Heimspeki- og trúmálaígrundun íslensku landnemanna í Norđur-Dakóta er merkileg fyrir margra hluta sakir.

Lćrđir menn innan lútersku kirkjunnar töldu ađ vísu ađ satan sjálfur vćri ţar međ í spilinu og ekki leiddi ţessi viđleitni lítt skólagengins bćndafólks til meiri háttar hrćringa í andlegu lífi Norđur-Ameríku. Samt hljóta ţeir sem lćsir eru á íslensku ađ sjá ađ hér er um ađ rćđa ţátt í ţroskasögu Stephans G. Stephanssonar, undirbúning ađ uppgötvunum Hjartar Ţórđarsonar og för Vilhjálms Stefánssonar inn um hliđ Harvardháskóla. Fleiri einstaklinga mćtti nefna hér til sögunnar, en skrumlaust mál er ađ ćvistörf ţessara ţriggja manna hafi komiđ ađ talsverđu gagni og ţá jafnframt varpađ nokkrum ljóma á íslenska ţjóđarbrotiđ vestra og íslensku ţjóđina í heild. Ţeir lögđust allir á eitt viđ ađ auka menninguna “út á viđ” og dýpka hana ţá eitthvađ í leiđinni. Ţessir menn áttu veigamikinn ţátt í ađ móta gullöld vesturíslenskrar menningarsögu.

  Námsárin  Rannsóknarferđir

Vefstjóri Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar